Við bjóðum upp á vandaðar heildarlausnir í stálgrindarhúsum frá Weckman Steel sem þekkt er fyrir framúrskarandi gæði á heimsvísu. Húsin eru smíðuð í Finnlandi við hámarksgæðaeftirlit og eru einföld og fljótleg í uppsetningu sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði. Kerfið er hannað með mjög stuttan byggingartíma í huga og býður uppá lausnir fyrir ýmsar stærðir og gerðir bygginga svo sem vélaskemmur, gripahús, verkstæðishúsnæði og skrifstofuhúsnæði. H. Hauksson sér um allar teikningar sé þess óskað. Allar byggingar eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Burðarþolsútreikningar allra húsa taka mið af íslenskum aðstæðum hvað varðar vind- og snjóálag sem og íslenskum byggingareglugerðum. Í myndasafni hér fyrir neðan má sjá nokkur af Weckman stágrindarhúsunum sem reist hafa verið á Íslandi.

Ásgarður

Eystrahraun

Ingvarir