Rúlluskerinn frá FK Machinery sparar þér mikla vinnu og tíma. Skerinn grípur plastið og auðveldar þér vinnuna, þú þarft ekki að fara út úr vélinni til að skera plastið eða til að tína það upp.

Rúlluskeri frá FK Machinery er hannaður til þess að auka afköst í fóðrun með vélum. Rúllur geta verið mjög misjafnar að gerð og þéttleika og fer það að hluta til eftir landfræðilegri legu og loftslagi. Hið einstaka lag á FK Machinery rúlluskeranum tryggir góða virkni hvað varðar flutning, skurð rúllunnar til helminga og grip á plasti og neti hvenær sem er, sama hvernig rúllan er í laginu og hversu þétt hún er.

  • Sker heyrúllur uppí 1520mm
  • Eitt tvívirkt vökvakerfi fyrir bæði skurðinn og plastgríparann
  • Kemur með sjö gaffaltindum L-820 M28
  • Hönnun blaðs tryggir skurð nálægt tindum
  • Einstök hönnun á plastgrípara sem gerir það að verkum að hægt er að ná plastinu af frosnum rúllum
  • Kemur með Euro-tengibúnaði