H. Hauksson flytur inn eftir sérpöntun stallað þakstál frá Weckman í klassísku þaksteinsmunstri. Stallað stál er falleg og klassísk lausn í þakklæðningu á sérhverja byggingu, sérstaklega þær sem er ætlað að skera sig úr í útliti. Styrkur og ending Weckman þakstáls er mikill en það er heitgalvaniserað og lakkað með veðurþolnu polyesterlakki og er fáanlegt í mörgum litum.
Weckman er með yfir 60 ára reynslu í framleiðslu og sölu þakstáls á Norðurlöndum.